-
Sjávarblámi: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
21. júní – 27. september Sýningarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir. Hvaða hvalir koma til íslands á sumrin?Hvernig birtist virðing mannsins fyrir hvalnum í sögu og samtíma?Slíkar spurningar hafa lengi heillað listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson en í verkum sínum rannsaka þau fjölþætt samskipti manna og annarra dýra. Í þessu nýja verkefni, á sýningunni Sjávarblámi, rekja þau ferðir einstakra hvala við Íslandsstrendur. Þau sigldu á haf út með vísindafólki sem kannar göngur og hljóðsvið hvala og kynntu sér hvernig síbreytileg umhverfisjónarmið byggja ætíð á gildismati mannsins.
-
Skaftfell Listamiðstöð
Skaftfell listamiðstöð er myndlistarmiðstöð Austurlands, þar sem innlendri og erlendri nútímalist eru gerð skil. Miðstöðin er til húsa í gömlu timburhúsi frá 1907 og þar má finna sýningarými, listabókasafn, skrifstofu, fundarherbergi, gestaíbúð og veitingastaðinn Skaftfell Bistró. Skaftfell hýsir reglulega listafólk víðs vegar að, bæði til að vinna að fyrirfram ákveðnum þemum og sem vinna sjálfstætt. Listafólkið hefur aðgang að Prentverk Seyðisfjörður, prentverki sem rekið er af samvinnuhópi nokkurrra listahópa á staðnum.
-
Skaftfell Bistró
Skaftfell Bistró er á jarðhæð listamiðstöðvarinnar Skaftfells, Austurvegi 42 á Seyðisfirði. Veitingahúsið býður upp á frumlegan matseðil með hefðbundnum íslenskum mat með nýstárlegum snúningi. Hluti af staðnum er helgaður svissnesk-þýska listamanninum Dieter Roth (1930-1998) sem bjó og starfaði á Seyðisfirði af og til síðustu æviár sín. Auk verka eftir Roth prýða veitingahúsið myndir eftir núlifandi austfirskt listafólk. http://skaftfellbistro.is